Ég fer að minnsta kosti fjórum sinnum á ári í þriggja daga safahreinsun. Ég byrja strax í janúar, eftir jólavertíðina og svo á þriggja mánaða fresti jafnt og þétt yfir árið. Ástæðan er einföld, ég næ að núllstilla mig, sem er jákvætt á margan máta.
Safar, skot og súpur frá Móður Náttúru er frábær kostur fyrir hreinsanir. Bæði safarnir og skotin eru kaldpressuð (HPP, high pressure processing) og 100% hrein, framleidd úr hágæða hráefni. Þar sem safarnir eru ekki hitameðhöndlaðir tilheyra þeir hráfæði (RAW).
Hreinsun á ekki að vera hugsuð sem leið til að grennast. Aftur á móti getur hreinsun hjálpað til við að nústilla líkamann og draga úr löngun í sykur og aðra óhollustu. Allar hreinsanir frá Móður Náttúru innihalda um 1.000 – 1.300 kcal á dag og því gætir þú fundið fyrir þyngdartapi, því vanalega erum við að neyta meiri hitaeiningafjölda dagsdaglega. Þegar þú tekur hreinsun fær líkami þinn tækifæri á að hreinsa vefi, draga úr bjúg- og bólgumyndun, endurnýja sig á skilvirkan hátt og losa sig við óæskileg eiturefni/sindurefni. Auk þess gefur hreinsun meltingunni meiri hvíld en þegar við borðum fasta fæðu.
Á meðan hreinsun stendur er gott að hafa nokkra hluti í huga en auðvitað er einstaklingsbundið hvað fólk upplifir. Höfuðverkur gerir gjarnan vart við sig þegar þú hefur hreinsun, orkuleysi er algengt, brjóstsviði og löngun í koffín. Gott er að drekka vatn og/eða te inn á milli og gerðu ráð fyrir að þú pissir mun meira en venjulega á meðan hreinsun stendur því líkaminn er að streyma út eiturefnum. Þú gætir einnig fundið fyrir því að þú svitnir meira en venjulega.
Eftir safahreinsun finn ég mun á húðinni, ég finn mun á svefninum og ég upplifi mig orkumeiri. Það er góð tilfinning að vita að ég hafi hreinsað meltingarveginn, þarmana og ristilinn, sem gerir það að verkum að mér líður vel bæði að innan sem utan. Að fenginni reynslu hef ég þann sið að halda áfram hreinsun á annan máta strax eftir safahreinsunina í tvær til þrjár viku þar sem ég tek í burtu allt sem heitir sykur, hveiti og mjólkurafurðir úr mataræði mínu.
Lykilatriði er að láta sér líða vel og ekki gefast upp. Veldu tímabil til að hefja hreinsun þegar andlegt álag er ekki mikið, svo sem prófatíð eða mikil vinnutörn. Ef hungur eða vanlíðan gerir vart við sig á meðan hreinsun stendur, mæli ég með að bæta inn einhverju hráfæði, t.d. epli, gulrótum, agúrku hnetumixi eða öðru slíku.
Ég mæli heilshugar með safahreinsun frá Móður Náttúru, vörurnar þeirra eru saðsamar, bragðgóðar og uppfylla öll hollustuskilyrði sem ég set mér. Hreinsunin er frábær leið til að núllstilla sig og byrja margir að endurskipuleggja mataræði sitt og reglubundna hreyfingu í kjölfar af hreinsun.
Gangi þér vel!
Ásgerður Guðmundsdóttir
Sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri Vinnuheilsu