STEFNUR

 Gæðastefna Álfasögu ehf.

Gæðastefnan nær til allra starfsemi Álfasögu ehf. og dótturfélaga þess: Móðir Náttúra, Dagný & Co, Núllves, Kræsingar og Einn tveir og elda. 

Markmið stefnunnar er að tryggja öryggi og gæði matvæla fyrir viðskiptavini okkar.

HACCP (Hazard Analysis and Critical Control Points) er gæðastjórnunarkerfið sem við störfum samkvæmt og hjálpar okkur að koma í veg fyrir áhættur í verkferlum okkar.

Gæðastefnan byggir á eftirfarandi:

  • Við leggjum áherslu á að viðhalda stöðlum er varða matvælaöryggi í samræmi við lög og reglugerðir.
  • Við fylgjum strangt eftir kröfum er varða góða starfshætti og innra eftirlit. 
  • Starfsfólk okkar er vel upplýst með reglubundinni þjálfun. 
  • Við leggjum upp með stöðugum umbótum með reglulegu eftirliti, úttektum og vinnum stöðugt að því að hækka gæðastaðal okkar enn frekar. 

Við hjá Álfasögu ehf. höldum fast í þessar grundvallarreglur og erum stöðugt að endurbæta starfsemi okkar til að framleiða örugg matvæli sem uppfylla hæstu kröfur um öryggi og gæði. 

 

 

Jafnlaunastefna Álfasögu ehf.

Álfasaga gætir jafnréttis við ákvörðunartöku launa og annarra starfskjara. Allt starfsfólk skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf og er það skjalfest með stefnu þessari. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á jafnlaunastefnu fyrirtækisins og öllum launaákvörðunum.

Markmið jafnlaunastefnu Álfasögu er að stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, að greidd séu sambærileg laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf og að starfsfólk hafi jöfn tækifæri til þess að axla ábyrgð og sinna verkefnum óháð kyni, þannig að stefnt sé að enginn óútskýrður kynbundinn launamunur sé til staðar hjá Álfasögu. Til þess að framfylgja jafnlaunastefnunni verður unnið stöðugt að umbótum, eftirliti og viðbrögðum í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 86.2012.

  • Fylgja skal lögum, reglum og samningum sem snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma.
  • Allir skulu njóta sömu kjara eða réttinda sem metin verða til fjár, t.a.m. er varðar lífeyris-, orlofs-, og veikindarétt, og hlunnindi af einhverju tagi.
  • Álfasaga fylgir eftir jafnréttisáætlun þar sem lögð er áhersla á að allir starfsmenn geti notið sín án tillits til kynferðis, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs og stöðu hvers og eins.
  • Áhersla er lögð á að nýta jafnt styrkleika sem felst í menntun, reynslu og viðhorfi allra og jafnan möguleika þeirra á að njóta sín í starfi.
  • Hjá Álfasögu skal gagnkvæm virðing og kurteisi ráða ríkjum, einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni er ekki liðin.
  • Kynna jafnlaunastefnu fyrir starfsfólki og hafa hana aðgengilega almenningi.

Leita