Það getur verið gott að gefa líkamanum hvíld öðru hvoru frá óhollustu, losa um bólgur og laga meltinguna.

Hrein safa- og súpuhreinsun er frábær leið til að núllstilla líkamann og koma honum aftur í jafnvægi.

ÞÚ VELUR UM 1 DAG, 3 DAGA EÐA 5 DAGA

Með öllum pökkum fylgja nákvæmar leiðbeiningar fyrir hverja máltíð sem auðvelda þér að halda plani á með hreinsun stendur.

Hollusta er okkur hjartans mál

Algengur misskilningur er að hreinsun sé bundin eingöngu við safa því raunin er önnur. Við hjá Móður Náttúru bjóðum bæði upp á hreinar safahreinsanir, safa- og súpuhreinsanir. Allir ættu því að geta fundið hreinsun sem hentar þeim og liðið vel á meðan hreinsun stendur. 

- Safarnir okkar og skotin eru ferskir, framleiddir úr hágæða ávöxtum og grænmeti, eru kaldpressaðir (HPP, high pressure processing) og 100% hreinir.

- Súpurnar okkar innihalda lífræna kókosmjólk og mikið magn af grænmeti sem gefa þér góða fyllingu og auka orku þína yfir daginn.

Byrjandi eða reynslubolti?

Þú velur á milli þess að taka hreinsun í 1 dag, 3 daga 5 eða daga, allt eftir því hvort þú sért byrjandi í hreinsun eða hefur reynslu af að taka hreinsun áður.

- Safahreinsun inniheldur 2 skot og 6 safa

- Safa- og súpuhreinsun inniheldur 1 súpu og 6 safa

Öllum safa- og súpuhreinsunum fylgja leiðbeiningar með nákvæmum tímasetningum fyrir hverja máltíð sem auðvelda þér að halda plani á meðan hreinsun stendur

Er ávinningur af hreinsun?

„Ég fer að minnsta kosti fjórum sinnum á ári í þriggja daga safahreinsun. Ég byrja strax í janúar, eftir jólavertíðina og svo á þriggja mánaða fresti jafnt og þétt yfir árið. Ástæðan er einföld, ég næ að núllstilla mig, sem er jákvætt á margan máta.

Eftir safahreinsunina upplifir þú meiri orku og þú átt ef til vill eftir að sjá mun á húðinni þinni. Margir finna einnig mun á svefninum hjá sér. Eftir hreinsun nærð þú á auðveldari hátt að kúpla þig frá sætindum og gosdrykkjum eða alla vegana eru meiri líkur á því að löngunin minnki“.

Ásgerður Guðmundsdóttir

Sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri Vinnuheilsu

Láttu þér líða vel

Þér á að líða vel á meðan hreinsun stendur og mælum við með að bæta inn hráfæði við hreinsunina ef þú finnur fyrir svengd.

Safarnir okkar, skot og kúlurnar eru allt hráfæðisvörur en til viðbótar eru hér dæmi um góðan millibita.

- Epli / Epli með sykurlausu hnetusmjöri / Epli með hummus

- Gulrætur / Agúrka / Sellerí / Radísur

- Hráfæðissalad

- Hnetumix / Möndlur / Fræ

- Hráfæðisgrautur


Spurt & svarað

Já allar vörurnar sem við bjóðum upp á í hreinsunum okkar eru vegan.

Já allir safar og skot eru NON-GMO.

Já allir safar og skot eru glúteinfrí.

Já súpurnar eru glúteinfríar.

Nei safarnir og skotin okkar eru 100% hrein og kaldpressuð (HPP, high pressure processing).

Með kaldpressun (HPP, high pressure processing) varðveitast vítamín, andoxunarefni, litir og bragð í ferskum safanum betur en annars, auk þess að líftími vörunnar lengist til muna.

Öll hreinsun sem við mælum með hreinsar, hvílir og bætir meltinguna, minnkar uppþembu, dregur úr bólgu- og bjúgmyndun í líkamanum, núllstillir líkamann og gefur honum tækifæri á að hreinsa vefi og byggja sig upp, bætir gæði svefns, eykur orku þína og eykur hraustleika húðarinnar.

Janúar er frábær mánuður til að hefja hreinsun og núllstilla líkamann eftir hátíðarnar. 3 daga hreinsun er hentug öðru hvoru í upphafi viku eftir óhöllustu sem fylgir gjarnan helgum. Á meðan 5 daga hreinsun er hugsuð sem hentug leið til að núllstilla líkamann öðru hvoru yfir árið.

Hreinsun á ekki að vera hugsuð sem leið til að grennast. Aftur á móti getur hreinsun hjálpað til við að nústilla líkamann og draga úr löngun í sykur og aðra óhollustu. Allar hreinsanir frá Móður Náttúru innihalda um 1.000 – 1.300 kcal á dag og því gætir þú fundið fyrir þyngdartapi, því vanalega erum við að neyta meiri hitaeiningafjölda dagsdaglega.

Markmiðið með hreinsun er ekki að láta sér líða illa. Þér á að líða vel og þú átt ekki að finna til óbærilegrar svengdar. Ef þú finnur fyrir vanlíðan, mælum við með að þú bætir einhverju hráfæði inn í hreinsun þína. Hægt er að finna margar góðar hráfæðis (RAW) uppskriftir á pinterest. Einnig mælum við með á milli mála, epli, epli með sykurlausu hnetusmjöri, epli með hummus, gulrótum, agúrku, sellerí, radísum, hráfæðissalati, hnetumixi, möndlum, fræjum eða hráfæðisgraut.

Með öllum hreinsunarpökkunum okkar fylgja leiðbeiningar með nákvæmum tímasetningum fyrir hverja máltíð sem eru hugsaðar til að auðvelda þér að halda plani á meðan hreinsun stendur. En auðvitað mátt þú breyta röðuninni og tímanum eins og hentar þér. Mikilvægast er bara að þú náir að klára allar máltíðir fyrir kl. 21:00.

Höfuðverkur gerir gjarnan vart við sig þegar þú hefur hreinsun, orkuleysi er algengt, brjóstsviði og löngun í koffín. Gerðu ráð fyrir að þú pissir og svitnir mun meira en venjulega á meðan hreinsun stendur því líkaminn er að streyma út eiturefnum.

Leita